a

Lorem ipsum dolor sit amet, consecte adipi. Suspendisse ultrices hendrerit a vitae vel a sodales. Ac lectus vel risus suscipit sit amet hendrerit a venenatis.

Hirtenstraße 19, 10178 Berlin, Germany
+49 30 24041420
ouroffice@vangard.com

Árið 1987, við 10 ára aldur, greindist ég með góðkynja æxli í kinnbeini sem ég hef lifað með. Því fylgdu rannsóknir og uppskurður og sneiðmyndataka af hauskúpunni minni. Þá mynd fékk ég útprentaða og fylgdi hún mér æ síðan.

Árið 2012 missti ég fyrsta nána ættingja minn þegar afi minn, sem ég var skírður eftir, lést. Ég var tiltölulega nýorðinn pabbi með tvö börn, þriggja og eins árs. Það geysaði því mikil innri barátta hjá mér milli sorgar og hamingju. Sem einhverskonar sjálfshjálp byrjaði ég að teikna kómískar hauskúpur á hverjum degi og sameina þannig þessar andstæður – hauskúpur sem tákn um dauðann og kómíkin sem tákn um hamingjuna sem ég var umvafinn.

Verkefnið fékk nafnið „Ár hinna dauðu“ þar sem það hófst á degi hinna dauðu sem haldinn er heilagur í Mexíkó – en þar eru hinna látnu minnst með hátíðarhöldum og gleði. Yfir þessar 365 teikningar þróaðist þessi ljóðræna og kómíska hauskúpupersóna sem tók á sig ýmsar birtingamyndir sem tómat- sósuflaska, hjólabretti, peysa, ís, öndvegissúla, kaktus og svo mætti lengi telja.

Eftir þetta ár fannst mér það vera rétt skref að þróa eitthvað af þessum persónum sem hluti. Ég byrjaði að gera tilraunir með pólýmer leir sem opnaði fyrir mér algjörlega nýjan heim. Ég uppgötvaði svo epoxy leir og fór að gera tilraunir með sílikonmót og afsteypur í resin plastefni. Þetta ferðalag fór svo með mig á kvöldnámskeið í keramik í Myndlistarskólanum í Kópavogi. Þar hef ég verið að þróa þessa hauskúpupersónu yfir í leir. Yfir þriggja ára tímabil varð til þetta þema Öndvegiskúpur.

Öndvegiskúpur minna okkur á að líf okkar tekur enda. Þær eru dularfullar, með sínar tómar augntóftir og kraftmiklu línur. Þær vekja upp forvitni og segja sögur af því hvaðan við komum og hvernig við munum enda – sem kúpa.

Bjarni Helgason
Grafískur hönnuður, teiknari, leirari og hauskúpuáhugamaður
BA grafísk hönnun frá LHÍ
MA Media Arts & Communication Design frá Kent Institute of Art & Design